Lausasölulyf

Lausasölulyf

25. maí 2012

Lausasölulyf er þau lyf sem hægt er að kaupa í apóteki án lyfseðils frá lækni. Lyfjastofnun ákveður hvaða lyf, pakkningarstærðir og styrkleikar fást í lausasölu og setur reglur um hámarksfjölda pakkninga sem afgreiða má á hvern einstakling. 

Lesið ætíð fylgiseðil sem fylgir öllum lausasölyfjum en hugið sérstaklega að eftirfarandi atriðum: 

  • Heiti lyfs
  • Við hverju er lyfið 
  • Magn sem gefa á í hvert sinn
  • Hversu oft á að gefa lyfið yfir daginn 
  • Hvort gefa megi lyfið með mat
  • Í hversu marga daga á að nota lyfið
  • Hvernig veistu hvort lyfið virkar
  • Algengustu og mikilvægustu aukaverkanir

Leitið ráða hjá lyfjafræðingum Lyfjavers ef spurningar vakna varðandi lausasölulyf.