Skýrt og klárt!
Dæmi um tvo mismunandi
lyfjaskammta til töku sama
fimmtudag. Annar skal tekinn
kl. 9.00 að morgni en hinn
kl. 12.00 á hádegi.
Upplýsingar sem fram koma eru:
+ Nafn sjúklings
+ Dagsetning og tími inntöku
+ Heiti lyfja og magn
+ Númer læknis
+ Dagsetning pökkunar
Lyfjunum er pakkað í skammta til inntöku á mismunandi tímum dagsins
eða vikunnar. Notandinn fær þau afhent í rúllu og er hver skammtur í
sérmerktum poka. Á pokanum kemur fram heiti lyfja, styrkur og magn,
hver á að taka þau, dagsetning, inntökutími og hvaða læknir ávísar lyfjunum.
Skammtað er til 7, 14 eða 28 daga í senn.
Lyfjarúllurnar eru keyrðar út til viðskiptavina en einnig er hægt að sækja
þær í apótekið.