Lyfjaöryggiskerfi gengur í gildi.

Lyfjaöryggiskerfi gengur í gildi.

8. febrúar 2019
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnar ESB 2016/161 um öryggisþætti á umbúðum lyfja fyrir menn, kemur til framvæmda á Evrópska efnahagssvæðinu á morgun, 9. febrúar.
 
Fyrsti hluti á nýju kerfi sem ætlað er að koma í veg fyrir að fölsuð lyf komist í dreifingu og berist til sjúklinga verður tekið í gagnið hér á landi. Þar með uppfyllir Ísland kröfur tilskipunar og reglugerðar ESB /EES um öryggisþætti lyfja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjaauðkenni ehf. sem kom upp kerfinu hér á landi
 
Frá og með morgundeginum verður lyfjaframleiðendum skylt að auka öryggi lyfja með því að merkja umbúðir lyfseðilsskyldra lyfja á ákveðinn hátt og skrá upplýsingarnar í Evrópska Lyfjaauðkenniskerfið. Þá verður lyfjaframleiðendum einnig skylt að innsigla allar lyfjapakkningar.