Sjúkratryggingarréttindi milli landa


Nýtt verklag vegna sjúkratryggingaréttinda á milli landa innan EES svæðisins

Þann 1. júní sl. tók gildi ný EB reglugerð nr. 883/2004 um framkvæmd almannatrygginga á EES svæðinu. Með reglugerðinni eykst réttur sjúkratryggðra, jafnræði eykst og umsýsla vegna flutninga milli landa verður einfaldari.

Hvað breytist?

Með breytingunni er einstaklingum einfaldað verulega að nýta sér réttindi á milli landa. Einstaklingar þurfa ekki lengur að fá útgefin skjöl um réttindi sín áður en þeir t.d. flytja búferlum milli landa. Þess í stað eiga þeir rétt á að stofnun í því landi sem einstaklingur hefur flutt til, sjái um að afla allra upplýsinga um hugsanlegan rétt viðkomandi.

Dæmi: Sjúkratryggður einstaklingur sem flytur hingað til lands frá EES – ríki þarf ekki að koma með E-104 vottorð frá fyrra búsetu ríki til að staðfesta tryggingaréttindi og fá undanþágu frá 6 mánaða biðtíma. Þess í stað munu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sjá um að afla upplýsinga frá fyrra búsetu ríki ef viðkomandi hefur óskað eftir því með umsókn um skráningu í tryggingaskrá sem er á vefsíðu SÍ www.sjukra.is.

Hvernig breytist útgáfa vottorða?

Útgáfu E vottorða hefur verið hætt en þess í stað geta einstaklingar eftir atvikum átt rétt á að fá afhent „Portable documents“ (PD), en SÍ munu sjá um útgáfu á eftirfarandi skjölum:

PD S1 Skráning tryggingaréttinda sem einstaklingur nýtur í öðru aðildarríki en búseturíki. (Sambærilegt við E-106, E-109, og E-121.)

PD S2 - Staðfesting á rétti til fyrirfram ákveðinnar meðferðar í öðru aðildarríki. (Sambærilegt við E-112.)

PD S3 - Fyrirfram ákveðin læknisfræðileg meðferð einstaklings eða aðstandenda hans, sem áður stundaði vinnu yfir landamæri.

Þó svo að útgáfu E-vottorða sé hætt hér á landi mun SÍ eftir sem áður taka við E-vottorðum útgefnum af erlendum stofnunum.

Reglur um evrópska sjúkratryggingakortið óbreyttar

Reglur um evrópska sjúkratryggingakortið, sem notað er ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES ríki, eru óbreyttar og gilda áfram.

Allar upplýsingar veita Sjúkratryggingar Íslands í síma 515-0002 eða með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

(Texti tekinn úr dreifibréfi SÍ frá 15.júní 2012)