Meðferð persónuupplýsinga

Lyfjaver hefur sett sér stefnu og reglur varðandi meðferð persónuupplýsinga til þess að tryggja að fyrirtækið fari eftir lögum íslenska ríkisins nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Fyrirspurnir

Lyfjaver hefur ekki tilnefnt persónuverndarfulltrúa. Hafir þú fyrirspurn eða kvörtun vegna vinnslu Lyfjavers á perónuupplýsingum má hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Vafrakökur (e. cookies)

Vafrakökur eru litlar textaskrár sem vafrinn sækir í fyrsta sinn sem farið er á vefsvæði. Vafrakökur geyma upplýsingar sem vefsvæðið notar meðal annars til að bæta upplifun notandans og til að fylgjast með og greina notkun á vefsvæðinu. Sjá nánar um vefkökur hér.

Lyfjaver nýtir sér vafrakökur til að greina notkun á vefsíðu í því skyni að þróa vefinn og gera hann betri og aðgengilegri fyrir notendur.

Lyfjaver notar Google Analytics sem safnar vafrakökum til vefmælinga. Google Analytics safnar upplýsingum nafnlaust og gefur skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir en upplýsingarnar eru skráðar með aðstoð og notkun á vafrakökum. Einnig muna vafrakökur fyrri heimsóknir notenda og stillingar notandans yfir ákveðinn tíma. Engar persónulegar upplýsingar eru vistaðar um notendur út frá þessum upplýsingum. Sjá nánar um Google Analytics hér og hér 

Ef þú vilt ekki nota vafrakökur er hægt að breyta stillingum í vafranum sem þú notar þannig að þær vistast ekki eða vafrinn biður um leyfi notenda fyrst. Hægt er að nálgast upplýsingar um eyðingu stillinga vefkaka hér.

Áframsending persónugreinanlegra gagna til þriðja aðila


Lyfjaver varðveitir framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt.

Með notkun okkar á Google Analytics sendum við hins vegar frá okkur ópersónugreinanleg aðgangsgögn, þ.e. hvenær síðan var heimsótt, hversu lengi og hvaðan og þess háttar er greint fyrir tölulegar upplýsingar. Þetta notum við svo til að betrumbæta vefinn okkar.