Á næstu dögum mun Lyfjaver opna aðgang að Netapóteki Lyfjavers. Fyrst um sinn verður aðgangur opnaður fyrir alla áhugasama að prófunarsíðu sem er á lokametrum þróunar. Í ljósi aðstæðna viljum við flýta opnun og vonum að viðskiptavinir sýni því skilning ef einhverjir hnökrar koma upp á upphafsdögum Netapóteksins.
Með Netapóteki Lyfjavers ert þú komin/n með apótekið heim til þín og hefur betri yfirsýn yfir lyfseðlana þína. Með því að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum getur þú séð þitt lyfjaverð með greiðsluþátttöku og afslætti Lyfjavers.
Einnig getur þú skoðað þau samheitalyf sem í boði eru, verðmun á milli samheitalyfja og þrepastöðu þína hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Skráðu þig í Vildarklúbb Lyfjavers og fylgstu með
Við hvetjum þig til að skrá þig í Vildarklúbb Lyfjavers hér að neðan. Um leið og aðgangur verður opnaður að prófunarsíðu Netapóteksins munum við senda þér nánari upplýsingar og einnig munum við birta frétt um það hér á síðunni.
Skráning í Vildarklúbb Lyfjavers Hér