Verðkönnun ASÍ 26. nóv 2007

27. nóvember 2007

Excel skjal Könnun á lausasölulyfjum í Reykjavík og á Akranesi  (EXCEL TAFLA)

Mikill vermunur reyndist vera á hæsta og lægsta verði á lausasölulyfjum, lyf sem seld eru án lyfsseðils, í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði mánudaginn 26. nóvember sl. Kannað var verð á 24 algengum tegundum lausasölulyfja á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Lyfjaver við Suðurlandsbraut var langoftast með lægsta verðið í könnuninni eða á 15 lyfjum af þeim 24 sem skoðuð voru.



Mestur munurinn á hæsta og lægsta verði var af Paratabs verkjatöflum (30 stk) sem kostuðu minnst 217 kr.- hjá Garðsapótek og mest 382 kr.- hjá Lyf & heilsu.Á 9 af þeim 24 lyfjum sem könnuð voru var meira en 50% verðmunur á hæsta og lægsta verði.Sem dæmi má nefna að 73% munur var á hæsta og lægsta verði af Alminox magasýrulyfi sem kostaði mest 342 kr.- hjá Lyf & heilsu og minnst 198 kr.- hjá Lyfjaver Suðurlandsbraut. Mikill verðmunur var líka á Panódil hot (10 stk) eða 66% munur. Kostaði mest 853 kr.- í Lyfju og minnst 380 kr.- hjá Lyfjaver, Suðurlandsbraut.

Könnunin var gerð í eftirfarandi 10 apótekum: Árbæjarapótek, Hraunbæ 102b, Garðsapótek, Sogavegi 108, Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 21, Lyf og heilsa, Eiðistorgi Seltjarnarnesi, Lyfja Lágmúla 5, Lyfjaval, Þönglabakka 6, Lyfjaver, Suðurlandsbraut 22, Rimaapótek, Langarima 21, Apótek Vesturlands, Akranesi og Lyf & heilsu, Akranesi. Könnunin var gerð með þeim hætti að lausasölulyfin voru skönnuð á kassa í viðkomandi apóteki og verðtökufólkið fékk kassastrimil. Ef ekki var mögulegt að fá strimil var verð skráð jafnóðum niður þegar það var skannað á kassa.

Forsvarsmaður Lyf & heilsu á Akranesi hafði samband við ASÍ eftir að könnuninni lauk og fór fram á að verð á lauasölulyfjum úr apótekinu yrði ekki birt miðað við framangreinda aðferðafræði.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.