Langódýrast í Lyfjaveri - skrif á okur.is

8. júlí 2009

Langódýrast í Lyfjaveri.

Ég þurfti að kaupa þriggja mánaða skammt af lyfinu Nasonex og þar sem ég hafði heyrt af miklum verðmun á milli apóteka ákvað ég að gera létta verðkönnun áður en ég leysti lyfseðilinn út. Niðurstaðan var sú að það munar allt að 55% á verði lyfsins á milli apóteka!! Langódýrast var lyfið í Lyfjaveri. Það getur svo sannarlega borgað sig að gera verðsamanburð!

Apótek / Verð / Munur / Prósentumunur
Lyfjaver / 3.520
Garðsapótek / 4.402 / 882 / 25%
Skipholtsapótek / 4.646 / 1.126 / 32%
Apótekið - Hagkaup, Skeifunni / 4.982 / 1.462 / 42%
Lyfja Lágmúla / 5.393 / 1.873 / 53%
Lyf og heilsa, Austurveri / 5.450 / 1.930 / 55%

Dúna