Greiðsluþátttaka vegna þunglyndislyfja breytist

19. maí 2010

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna þunglyndislyfja* breytist 1. júní n.k. með reglugerð heilbrigðisráðuneytisins. Breytingin felur í sér að hagkvæmustu þunglyndislyfin verða með almenna greiðsluþátttöku. Markmiðið með breytingunum er að draga úr notkun dýrari þunglyndislyfja og ná þannig fram 200-300 milljóna kr. sparnaði á ársgrundvelli. Um 30 þúsund einstaklingar fengu ávísað þunglyndislyfi á síðasta ári og var kostnaður sjúkratrygginga rúmlega 1 milljarður kr.



Um 30 þúsund einstaklingar fengu ávísað þunglyndislyfi á síðasta ári og var kostnaður sjúkratrygginga rúmlega 1 milljarður kr.

Ef læknir metur að sjúklingur þurfi á meðferð með dýrari lyfjunum að halda, getur læknirinn sótt um greiðsluþátttöku (lyfjaskírteini) til Sjúkratrygginga Íslands þar sem ástæða fyrir notkuninni er rökstudd. Til þess að sjúklingar sem nú þegar eru á dýrari lyfjunum fái nægan tíma til að kynna sér breytingarnar og ræða við lækni verða lyfjaávísanir á þunglyndislyf sem gefnar voru út fyrir 1. júní 2010 með óbreyttri greiðsluþátttöku allt til 1. október 2010.

Mikilvægt er að allir notendur þunglyndislyfja kynni sér breytingarnar í næsta apóteki eða hjá lækni.

Aðeins neðangreind lyf sem ávísað er eftir 1. júní eru með greiðsluþátttöku:

Norrænt vörunúmer Heiti lyfs Form lyfs Styrkur Styrkeining Magn Magneining
078709 Serol töflur 10 mg 30 stk
078717 Serol töflur 10 mg 100 stk
001517 Fluoxetin Actavis hylki 20 mg 30 stk
001528 Fluoxetin Actavis hylki 20 mg 100 stk
079495 Fluoxetin Actavis lausnart 20 mg 100 stk
468082 Cipramil töflur 10 mg 100 stk
004678 Oropram töflur 20 mg 28 stk
004691 Oropram töflur 20 mg 56 stk
468124 Cipramil töflur 20 mg 100 stk
004589 Oropram töflur 20 mg 100 stk
004625 Oropram töflur 40 mg 28 stk
004636 Oropram töflur 40 mg 56 stk
038174 Seroxat töflur 20 mg 20 stk
022215 Paxetin töflur 20 mg 20 stk
038257 Seroxat töflur 20 mg 60 stk
022577 Paxetin töflur 20 mg 60 stk
038448 Seroxat töflur 20 mg 100 stk
022537 Paxetin töflur 20 mg 100 stk
575324 Zoloft töflur 50 mg 28 stk
575340 Zoloft töflur 50 mg 98 stk
003950 Sertral töflur 50 mg 98 stk
575357 Zoloft töflur 100 mg 28 stk
575365 Zoloft töflur 100 mg 98 stk
011880 Sertral töflur 100 mg 98 stk
048100 Esopram töflur 5 mg 100 stk
041898 Mianserin Mylan filmhtfl 10 mg 90 stk
039676 Mianserin Mylan filmhtfl 30 mg 100 stk
101751 Miron Smelt munndr.t 30 mg 96 stk
015316 Miron filmhtfl 30 mg 100 stk
103678 Venlafaxin Portfarma forðahlk 75 mg 100 stk
103687 Venlafaxin Portfarma forðahlk 150 mg 100 stk
515031 Edronax töflur 4 mg 20 stk
515049 Edronax töflur 4 mg 60 stk