Lyfjaver fyrst með tækninýjungar

Lyfjaver fyrst með tækninýjungar

21. janúar 2011

Lyfjaver ríður á vaðið með beintengingu réttindastöðu vegna lyfjaskírteina.   

Sjúkratryggingar Íslands hófu í októbermánuði miðlun réttindastöðu til apóteka. Lyfjaver reið á vaðið með þessa tengingu. Um er að ræða rauntímatengingu milli apóteks og SÍ þar sem svarað er fyrirspurn um m.a. tilvist lyfjaskírteinis vegna tilgreindra lyfja.

Þessi tenging er eitt fyrsta skrefið í átt að almennri miðlun réttindastöðu sjúkratryggðra til veitenda heilbrigðisþjónustu. Sjá frekari upplýsingar hér.


Næstu skref SÍ til aukinna rafrænna samskipta við heilbrigðisstéttir er miðlun réttindastöðu til fleiri veitenda heilbrigðisþjónustu s.s. heilsugæslunnar, heilbrigðisstofnana og sjálfstætt starfandi sérfræðilækna.

Lyfjaver-i-beintengingu

Lyfjaver-i-beintengingu 3

Lyfjaver-i-beintengingu 2

Benedikt Benediktsson deildarstjóri upplýsingatæknimála og Anna Sveinsdóttir verkefnastjóri í lyfjadeild færðu Magnúsi Má Steinþórssyni, rekstrarstjóra Lyfjavers og Ragnheiði Gunnardóttur lyfsöluleyfishafa apóteksins blóm af þessu tilefni og fengu um leið að skoða þjónustuna í verki þeirra megin.