Verðkönnun ASÍ á lausasölulyfjum 7. mars

Verðkönnun ASÍ á lausasölulyfjum 7. mars

11. mars 2010

Lyfjaver kemur mjög vel út úr verðkönnun ASÍ á lausasölulyfjum eins og öðrum verðkönnunum ASÍ sem gerðar hafa verið undanfarin 7 ár.  Lyfjaver er með næst lægstu verðkörfuna og könnunin sýnir að neytendur geta treyst því að Lyfjaver heldur tryggð við þá.  Könnunin sannar að það er full ástæða til þess fyrir neytendur að taka með fyrirvara hástemmdum auglýsingum um lægra lyfjaverð.  Lyfjaver er fyrirtæki í eigu einkaaðila og tengist á engan hátt stóru lyfjakeðjunum tveimur.  Keðjurnar eru með sameiginlega markaðsráðandi stöðu og auglýsa annarsvegar vörumerkin Lyfja og Apótekið og hinsvegar vörumerkin Lyf og heilsa, Apótekarinn og Skipholtsapótek.

Nánari upplýsingar svo sem súlurit og tafla eru á heimasíðu ASÍ.

www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-2800

lausasolulyf 7mars2011