Lyfjaskömmtun - hringdu og fáðu sendan bækling

Lyfjaskömmtun - hringdu og fáðu sendan bækling

1. nóvember 2012

Lyfjaskömmtun hentar fyrir þá sem taka inn lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar. 
Lyfjaskömmtunin gengur þannig fyrir sig að lyfjunum er pakkað í skammta fyrir hverja inntöku og fær notandi þau afhent í rúllu 

þar sem hver skammtur dagsins er í merktum poka. Á pokanum koma m.a. fram upplýsingar um lyfin, hver á að taka þau, hvaða læknir ávísar lyfjunum, dagsetning og inntökutími þeirra. Skammtað er til 14 eða 28 daga í senn og að lokum eru lyfjarúllurnar sendar heim um allt land eða afhentar í apóteki Lyfjavers að Suðurlandsbraut 22. Einnig er hægt að fá send önnur lyf með rúllunum.

Til að komast í Lyfjaskömmtun er best að hafa samband við Lyfjaver í síma 533 6100. Koma síðan með lyfseðlana eða biðja lækni að senda rafræna skömmtunarlyfseðla til Lyfjavers.

Lyfjaskömmtun er ódýr og þægileg. Lyfjaskömmtun er staðgreidd þegar hún er sótt en heimsend lyf eru greidd með boðgreiðslum, beingreiðslum eða greiðsluseðli.

Hringið í síma 533 6100 og fáið nánari upplýsingar.

Sjá einnig bækling okkar hér að neðan:

Lyfjaskommtun baeklinguir bls1

Lyfjaskommtun baeklinguir bls2

Lyfjaskommtun baeklinguir bls3