Hundur í lyfjaskömmtun

Hundur í lyfjaskömmtun

4. desember 2012

Þetta kann að hljóma undarlega en er engu að síður dagsatt. Hundurinn Nemó var á dögunum fyrsti hundurinn í lyfjaskömmtun hjá Lyfjaveri og líklega sá fyrsti í Evrópu og jafnvel víðar sem nýtir sér slíka þjónustu.

Það er alþekkt meðal gæludýraeigenda hversu snúið getur verið að tryggja rétta lyfjagjöf til gæludýra. Oft er um að ræða hluta úr töflum á óreglulegum tímum sem krefst mikillar skipulagningar. Lyfjaskömmtun Lyfjavers leysir þann vanda. Í mörgum tilfellum ávísa dýralæknar lyfjum sem Lyfjaver er þegar með í skömmtun og ekkert því til fyrirstöðu að skammta fyrir dýrið. Eigandi Nemó er hæst ánægður með þessa nýju þjónustu og Nemó er líka himinsæll eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og allur að hressast.

Lista yfir lyf í vélskömmtun er að finna á heimsíðu Lyfjastofnunar