Sjúklingar greiða meira frá og með 1. janúar 2013

Sjúklingar greiða meira frá og með 1. janúar 2013

27. desember 2012

Skv. breytingu á reglugerð nr. 403/2010 hækkar greiðsluhluti sjúklinga frá og með næstu áramótum þannig:

B-merkt lyf
 
Fyrir hverja lyfjaávísun greiðir sjúkratryggður einstaklingur fyrstu 2.400 kr. af smásöluverði lyfsins.  Af smásöluverði lyfsins umfram 2.400 kr. greiðir sjúkratryggður 71% en þó aldrei meira en 4.600 kr. Sjúkratryggingar greiða það sem á vantar.
 
Aldraðir, öryrkjar, þeir 60-66 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, skulu greiða fyrstu 890 kr. fyrir hverja lyfjaávísun.  Af smásöluverði lyfsins umfram 890 kr. skulu þeir greiða 55% en þó aldrei meira en 1.500 kr. Sjúkratryggingar greiða það sem á vantar.  
 
E-merkt lyf
 
Fyrir hverja lyfjaávísun greiðir sjúkratryggður einstaklingur fyrstu 2.400 kr. af smásöluverði lyfsins.  Af smásöluverði lyfsins umfram 2.400 kr. greiðir sjúkratryggður 87% en þó aldrei meira en 6.800 kr. Sjúkratryggingar greiða það sem á vantar.
 
Aldraðir, öryrkjar, þeir 60-66 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, skulu greiða fyrstu 890 kr. fyrir hverja lyfjaávísun.  Af smásöluverði lyfsins umfram 890 kr. skulu þeir greiða 55% en þó aldrei meira en 1.900 kr. Sjúkratryggingar greiða það sem á vantar.  
 
 C-merkt lyf
 
Fyrir hverja lyfjaávísun greiðir sjúkratryggður einstaklingur fyrstu 940 kr. af smásöluverði lyfsins.  Af smásöluverði lyfsins umfram 940 kr. greiðir sjúkratryggður 87% en þó aldrei meira en 2.300 kr. Sjúkratryggingar greiða það sem á vantar.
 
Aldraðir, öryrkjar, þeir 60-66 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, skulu greiða fyrstu 320 kr. fyrir hverja lyfjaávísun.  Af smásöluverði lyfsins umfram 320 kr. skulu þeir greiða 55% en þó aldrei meira en 630 kr. Sjúkratryggingar greiða það sem á vantar.