Reikningar vegna skömmtunar

Reikningar vegna skömmtunar

1. febrúar 2013

Frá og með síðustu áramótum eru reikningar fyrir lyfjaskömmtun, skrifaðir út einni viku eftir að lyfjaskömmtun fer fram. Gjalddagi reiknings er síðan tveimur vikum eftir útgáfu reiknings

og eindagi þremur vikum eftir útgáfu reiknings.

Þetta þýðir að nú í ársbyrjun geta viðskiptavinir lent í því að reikningar vegna lyfjaskömmtunar í desember og janúar skarast.

Viðskiptavinir eru hvattir til að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna varðandi þetta. Þægilegt er að senda okkur línu undir liðnum "Hafðu samband" hér til hliðar og haka við  "reikninga".