Börn og ungmenni

Tvær mikilvægar breytingar eru gerðar í nýju greiðsluþátttökukerfi er snúa að börnum og ungmennum.

Ungmenni (18 - 21. ára) reiknast í lægra þrepi og haldast þannig út tímabilið þótt einstaklingur verði 19 eða 22 ára á 12 mánaða tímabilinu. Erfitt er segja til um hvaða áhrif þessi breyting mun hafa á einstaklinga í þessum aldursflokki og er það háð ýmsum atriðum. 

Börn undir 18 ára aldri með sama fjölskyldunúmer samkvæmt skilningi þjóðskrár telja saman sem einn einstaklingur í greiðslugrunni. Í nýju greiðsluþátttökukerfi verður gerð sú breyting að sýklalyf verða niðugreidd fyrir börn þegar 1. þrepi  er náð, en sýklalyf eru ekki niðurgreidd í núverand greiðsluþátttökukerfi.