Greiðsludreifing

Þar sem sjúkratryggingar greiða ekkert í fyrsta þrepi í nýju kerfi getur mörgum reynst erfitt að ráða við þá upphæð. Einstaklingur/hjón sem koma í apóteki í byrjun hvers 12. mánaða tímabils geta þurft að greiða mjög háa upphæð í fyrsta sinn en það allt háð fjölda lyfseðla og hvort um dýr lyf er að ræða.

 

Velferðarráðuneytið hefur haft til skoðunar eftirfarandi atriði: 

1. Uppfæra reglugerð um endurgreiðslu mikils lyfjakostnaðar.

2. Uppfæra reglugerð um uppbætur á lífeyri.

3. Að apótek bjóði greiðsludreifingu fyrir þá einstaklinga sem eru með kort.

4. Apótek afgreiði minni skammta (t.d. mánaðar skammt) í stað þriggja mánaða skammts.

 

Hugmyndum um lausnir sem aðstoða sjúklinga við byrjunarþrepið í nýju greiðsluþátttökukerfi hefur alveg verið hafnað af velferðarráðuneytinu. Allar reglugerðir gera ráð fyrir að sjúklingar greiði fyrst útlagðan kostnað og sæki svo um endurgreiðslu en það fyrirkomulag leysir ekki vanda þeirra sem hafa lítil fjárráð og eiga ekki fyrir upphafsþrepinu.

Þeir einstaklingar sem eru með greiðslukort geta dreift greiðslunum annað hvort í samráði við sitt greiðslukortafyrirtæki eða þau apótek sem munu bjóða upp á slíka þjónustu.

Fyrir þau lyf þar sem til eru minni pakkningar getur sjúklingur óskað eftir því að fá þær afgreiddar í stað t.d. 100 stk pakkningar en það á ekki við um öll lyf. Hafa skal í huga að í öllum tilvikum eru minni pakkningar hlutfallslega dýrari en þær stærri og því óhagkvæmari í innkaupum fyrir sjúklinga.