Lyfjaskírteini

Mörg lyfjaskírteini héldu gilistíma sínum eftir 4. maí 2013 og tryggðu þar með að viðkomandi lyf fékk almenna greiðsluþátttöku í nýju kerfi. Lyfjaskírteini vegna líknandi meðferðar í heimahúsi og lokastigsnýrnabilunar munu halda gildi sínu eins og gerist í dag, en lyfjalisti þeirra verður hugsanlega endurskoðaður.

Lyfjaskírteini vegna sérlyfja (t.d. Lyrica, Nexium, Keppra, Concerta, Ritalin, Abilify osfrv) héldu gildi sínu og tryggja almenna greiðsluþátttöku. 

 

Lyfjaskírteini fyrir geðrofslyf

Sjúklingar með ákveðnar greiningar fá lyfin að fullu greidd af sjúkratrygginum en til þess þarf læknir að sækja um lyfjaskírteini til Sjúkratrygginga Íslands. Þeir einstaklingar sem nota lyf úr þessum lyfjaflokki í dag en falla ekki undir flokkun sjúkratrygginga um fulla greiðsluþátttöku fá almenna niðurgreiðslu í nýju kerfi. Dæmi um lyf í þessum flokki eru Cisordinol, Fluanxol Mite, Nozinan, Leponex, Quetiapin, Olanzapin, Rison, Risperdal,Trilafon,Truxal, Zalasta, Zyprexa

 

Tafla, ICD-10, yfir greiningar þar sem læknir getur sótt um fulla greiðsluþátttöku.

(F20-F29)

Geðklofi, geðklofagerðar- og hugvilluraskanir

F30

Geðhæðarlota

F31

Tvíhverf lyndisröskun

F32.2

Alvarleg geðlægðarlota án geðrofseinkenna

F33.3

Endurtekin geðlægðarröskun, yfirstandandi lota alvarleg með geðrofseinkennum

 

 

Þegar sjúkratryggður hefur greitt 62.000 kr. greiða Sjúkratrygginar Íslands lyfjakostnað að fullu fyrir ákveðin lyf það sem eftir er af tólf mánaða tímabili. 

Sambærileg tala fyrir elli- og örokulífeyrisþega, barn og ungmenni er 41.000 kr.