Hægðalyf

Hægðalyf er samheiti lyfja sem notuð eru við hægðatregðu. Hægðalosandi lyf fást án lyfseðils, ýmist sem töflur eða endaþarmslausnir.

Algengustu hægðalyfin eru Klyx, Microlax, Laxoberal og Toilax en frekari upplýsingar um lyfin er að finna á serlyfjaskra.is.

Einnig er hægt að kaupa Sorbitól og Malt extrakt í Lyfjaveri en þau flokkast ekki sem lyf. Ef hægðatregða er að hrjá ungabarnið þá er t.d. hægt að setja Malt extrakt í pela barnsins.