Ofnæmislyf

Þegar ofnæmi á sér stað bregst ónæmiskerfi líkamans við annars hættulausum efnum með ofnæmisviðbrögðum. Þessi efni kallast ofnæmisvakar og geta verið t.d. frjókorn og kattarhár. Þegar einstaklingur með ofnæmi kemst í snertingu við ofnæmisvaldinn losar líkaminn histamín en það veldur helstu einkennum ofnæmis. Ofnæmislyf draga úr ofnæmiseinkennum með því að koma í veg fyrir áhrif histamíns sem framleitt er í líkamanum.

Frjóofnæmi

Ofnæmislyf virka gegn ofnæmiskvefi en ekki venjulegu sumarkvefi.

Helstu einkenni frjóofnæmis eru: Kláði í nefi og koki, kláði í augum, hnerri, nefrennsli/stífla, þurrkur/kláði í hálsi, er háð frjómagni.

Sumarkvef

Helstu einkenni sumarkvefs eru: Sviði í nefi/hnerri, sviði í augum, hiti, gult/glært nefrennsli, særindi í hálsi, er óháð frjómagni.

Ofnæmislyf fást í miklu úrvali í lausasölu. Nokkrar tegundir fást af ofnæmistöflum en einnig fást ofnæmislyf til staðbundinnar verkunar. Algengustu ofnæmislyfin eru Clarityn, Lóritín, Loratadin, Histasín, Kestine, Nefoxef, Benylan mixtúra, Livostin nefúði, Livostin augndropar