Verkjalyf

Margar tegundir verkjalyfja eru fáanleg í lausasölu í ýmsum formum. Öll verka þau á sömu ferlana í líkamanum og verkun þeirra um flest sambærileg. Parasetamól sker sig þó úr að því leyti að það hefur ekki bólgueyðandi verkun og um leið hefur það síður neikvæð áhrif á meltingarfærin.

Verkjalyf fást í ýmsum lyfjaformum og er algengasta formið töflur til inntöku. Sumar töflur eru húðaðar til þess að draga úr áhrifum á maga eða til að lengja verkunartíma þeirra. Einnig eru í boði freyðitöflur, duft, munndreifitöflur og mixtúrur sem geta hentað vel þegar vandamál eru við kyngingu og fyrir börn.

Vinsældir verkjastillandi og bólgeyðandi hlaups til útvortis notkunar hafa aukist síðustu ár og henta vel á staðbundna liðverki.
Algengt er að nota verkjalyf í formi endaþarmsstíla fyrir ung börn og þá sem erfitt eiga með að kyngja.

Eftirfarandi verkjalyf eru fáanleg í lausasölu:
– Aspirin/ asetýlsalicýlsýra (Aspirin Actavis, Treo (asetýlsalicýlsýra+koffín))

– Díklófenak (Voltaren Dolo)

– Ibuprofen/íbúfen 400 mg (Burana, Íbúfen Actavis, Ibuprofen Portfarma)

Naproxen (Naproxen Mylan)

– Parasetamól (Panodil \ Pinex \ Paracet \ Paratabs)

Ávallt skal leita til læknis ef einkenni versna eða eru þrálát (lagast ekki á 3-5 dögum). Ef orsökin er óþekkt skal leita til læknis.
Hér má finna ítarlegri upplýsingar um verkjalyf og verkjameðferðir: