Magalyf

Kvillar frá maga eru mjög algengt vandamál meðal fólks. Helstu kvillar sem um ræðir eru bakflæði/brjóstsviði, sár í maga, vélinda og skeifugörn, meltingartruflanir eins og uppþemba/vindgangur og magaverkir, einkenni þindarslits og niðurgangur (skyndilegur eða langvarandi).

Brjóstsviði, nábítur og uppþemba eru einkenni sem oft koma fram eftir máltíð og versna við að beygja sig fram eða liggja útaf.  Slík óþægindi stafa oftast af því að magainnihald nær að renna upp í vélinda og er það kallað vélindabakflæði. Þeir sem fá þau einkenni ítrekað og oft geta að lokum fengið bólgu og skemmdir í slímhúð vélindans og við það versna óþægindin til muna. Sumar fæðutegundir geta aukið sýrumyndun í maga. Of feitir einstaklingar og óléttar konur eru dæmi um hópa sem eiga oft við slæmt vélindabakflæði að etja.

Nokkrar tegundir magalyfja er hægt að fá í lausasölu hér á landi. Sýrubindandi lyf draga úr seyti eða magni magasýru. Algengar aukaverkanir eru óþægindi frá meltingarfærum eins og t.d. hægðatregða. Sýrubindandi lyf voru lengi þau einu á markaði við of hárri magasýru, svokallaðir histamínblokkar (draga úr myndun saltsýru) komu síðar og enn síðar prótónupumpuhemlar (blokka sýrupumpur í frumum magans). Verkun þessara lyfja er misöflug eftir því á hvaða stigi hömlun sýrumyndunarinnar er.

Passa þarf að taka lyfin ekki fyrir eða strax eftir máltíðir því þá berast þau hraðar gegnum meltingarveginn. Best er að taka sýrubindandi lyf inn ca.1 klst eftir máltíð.

Magalyf við sýrueinkennum sem fáanleg eru í lausasölu eru Antepsin, AsýranZantac, Rennie, Gaviscon, Omeprazol / Losec

Imogaze er við vindgangi, Minifom dropar við uppþembu og óþægindum vegna aukins lofts í maga og þörmum og eins ungbarnakveisu og vindsperringi og Kolsuspension við bráðum eitrunum (lyfjakol).